LÁTTU PEUGEOT GÆÐIN HEILLA ÞIG
Peugeot bílaframleiðandinn hefur sett sér metnaðarfullt markmið að verða leiðandi rafbílamerki í Evrópu með breiðustu rafbílalínuna. Næstum 5 ára reynsla er af Peugeot rafbílum á Íslandi. Í lok árs 2024 mun Peugeot bjóða 9 tegundir rafmagnsfólksbíla sem verður þá breiðasta rafbílalínan á Íslandi með E-208, E-2008, E-308, E-308 Station, E3008, E-408, E -5008, E-Rifter og E-Traveller. Einnig er í boði úrval rafmagnssendibíla í mörgum stærðarflokkum.
Peugeot sendibílar eru fáanlegir beinskiptir og sjálfskiptir í dísilútfærslu og sjálfskiptir í rafmagnsútfærslu, tveggja eða þriggja sæta, með ríkulegum búnaði, rennihurðum á báðum hliðum,
fyrirtaks vinnuaðstöðu með góðu aðgengi og langri ábyrgð.Peugeot sendibílar eru fáanlegir í mörgum stærðum, útfærslum og með mismunandi eiginleika sem henta við dagleg störf.
Láttu gæðin vinna með þér í Peugeot sendibíl með víðtækri 7 ára ábyrgð á bílnum og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu í rafsendibílunum E-Partner og E-Expert.